Gengið illa að manna og biðlistar yfirvofandi í heimahjúkrun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi úr þjónustu hjá heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Þetta segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sem nýverið sendi landlækni, Landspítalanum, ráðuneytinu, sjúkratryggingum og heilsugæslunni erindi þar sem hún varaði við þessu. „Það þýðir í raun að það myndast biðlistar í heimahjúkrun, sem alla jafna er ekki yfir árið. Við reynum að stýra þessu þannig að léttari verkefni fari yfir á félagslegu heimaþjónustuna tímabundið,“ segir Berglind. Hún segir að undanfarin sumur hafi þetta verið tilfellið í þessari þjónustu. Álagið á heimaþjónustuna alla, bæði heimahjúkrun og félagslegu heimaþjónustuna verði meira, þar sem Landspítalinn loki mörgum af sínum deildum.„Þetta fer ekki vel saman, þegar álagið eykst hjá okkur og við bætast erfiðleikar við að manna stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða auk almennra starfsmanna í félagslega heimaþjónustu“ „Það jákvæða við hrunið var að þá áttum við auðveldara með að fá starfsfólk. Nú bætist við að það er meira um lokanir á Landspítalanum en áður. Við sjáum því fram á erfiðara sumar hvað það varðar að skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum hefur afleiðingar. Staðan hjá okkur í að manna stöður er ekki endilega verri en síðasta sumar.“ Berglind vísar því á bug að vegna stöðunnar sem upp sé komin sé verið að vísa aðstandendum og fjölskyldu á einkarekna möguleika á borð við Sinnum ehf. að fyrra bragði. „Það gerum við ekki og höfum ekki heimild til, en auðvitað þegar fólk spyr okkur hvert það geti leitað þá upplýsum við það um fyrirtæki sem sinna þessu. Ef fólk er að spyrja.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira