Sósíalistar ala á sundrungu Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 30. maí 2018 14:07 Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun