Vesturbæingar þreyttir á ofsaakstri með pitsur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2018 06:00 „Það er sko kominn tími til að stoppa þetta áhættuatriði,“ segir í Facebook-hópnum Vesturbærinn um aksturslag Domino's-bíla. Vísir/eyþór Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira