Málgagn Kim í hart við CNN og Fox News Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Kim Yong-chol hershöfðingi kom til Bandaríkjanna í gær. Vísir/getty Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58
Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58