„Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:26 Strákarnir okkar fyrir framan vél Icelandair rétt fyrir brottför frá Keflavík í morgun. Vísir/Vilhelm Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira