Fótbolti

Guðni við komuna til Rússlands: „Mjög gaman að upplifa þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hún var þéttsetin flugvélin sem flutti íslenska landsliðið til Rússlands í dag þar sem liðið spilar á stærsta knattspyrnumóti í heimi, HM.

Allar töskur landsliðsins komust ekki fyrir í farangursgeymslunum svo það þurfti að nota bæði sæti og salerni fyrir töskur landsliðsins en hvað tekur nú við?

„Það er æfing á morgun og svo tekur við undirbúningur fyrir leikinn á móti Argentínu,” sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við komuna til Gelendszhik.

„Þeir taka við þessu þjálfararnir og við förum að móta liðið fyrir fyrsta leik,” sagði Guðni. Hann segist auðvitað vilja vera þarna sem leikmaður en það er langur tími frá því að hann hætti, segir Guðni.

„Ég er þakklátur fyrir að vera hérna með strákunum. Auðvitað vildi maður vera að spila en það er langt síðan það var,” sagði Guðni og bætti við að lokum:

„Ég nýt þess að fylgjast með þessum frábæru leikmönnum og allri þessari fagmennsku sem eru í kringum liðið. Það er mjög gaman að upplifa þetta með þessum hætti sem ég er að gera hér.”

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM.


Tengdar fréttir

Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð

Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×