Segir mikinn missi vera að Bourdain Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 10:00 Anthony Bourdain gerði sjónvarpsþætti um framandi mat. Vísir/AP Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn og ferðalangurinn Anthony Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi í gær. Náinn vinur hans, Eric Ripert, kom að honum á hótelherbergi hans. CNN greindi frá en Bourdain var í Frakklandi við upptökur á þáttaröð sinni fyrir sjónvarpsstöðina, Parts Unknown. Bourdain var 61 árs og lætur eftir sig ellefu ára dóttur. Annar þáttur fyrstu þáttaraðar einna vinsælustu þátta Bourdains, No Reservations, nefndist „Iceland: Hello Darkness My Old Friend“ og eins og nafnið gefur til kynna kynnti Bourdain sér íslenska matarmenningu í þættinum. Snæddi hann meðal annars kjötsúpu með kraftajötnum í World Class Laugum, blótaði þorra, fékk sér eina með öllu á Bæjarins beztu eftir stífa drykkju í miðbænum og kíkti í Bláa lónið. „Þetta er það versta, ógeðslegasta og bragðversta sem ég hef nokkurn tímann borðað,“ sagði Bourdain í þættinum þegar hann smakkaði kæstan hákarl. Sigurður Gíslason matreiðslumaður kynntist Bourdain þegar hann var hér á landi að taka upp þáttinn. Sigurður vann þá á Vox á Hótel Nordica. „Þeir voru á hótelinu og svo komu þeir og borðuðu og við lentum á spjalli og kynntumst aðeins,“ segir Sigurður. Hann segir Bourdain síðan hafa beðið sig um að elda fyrir hann mat til að taka upp á jökul, eins og sýnt var frá í þættinum. „Við græjuðum það og vorum svo í einhverju fjöri um kvöldið.“ Sigurður segir kynni sín af Bourdain hafa verið góð. „Hann bauð mér að koma og heimsækja sig til New York en ég lét reyndar aldrei verða af því. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur.“ Að sögn Sigurðar var Bourdain „hrikalega flottur“. Segir hann að það sé mjög mikill missir að Bourdain úr matreiðsluheiminum, sér í lagi út af þáttum hans þar sem hann ferðaðist út um allan heim. „Hann nálgaðist þetta á allt annan hátt en hefur verið gert. Var svolítið í „street foodinu“ og sneiddi framhjá þessu „fine dining“ dótaríi. Svona kokkur fólksins,“ segir Sigurður. Bourdain gerði fjölda sjónvarpsþátta á ævi sinni. Þeir langlífustu voru fyrrnefndir þættir, No Reservations og Parts Unknown, en sýningar á elleftu syrpu Parts Unknown standa nú yfir í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann einnig mikið lof fyrir Kitchen Confidential: Adventures in the Culinary Underbelly, bók sem hann gaf út árið 2000. Fjallaði hann þar um dekkri hliðar matargerðar og um neyslu sína á kókaíni, heróíni og LSD.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira