Milljónir í bætur eftir tvö föll í röð við innsiglingu í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2018 18:43 Hríseyjarferjan Sævar. Vísir/ Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrísey Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Tryggingarfélag fyrrverandi rekstraraðili Hríseyjarferjunnar Sævars þarf að greiða konu 3,5 milljónir í bætur eftir að skipinu var siglt á bryggjuna í Hrísey í júlí 2015. Fyrirtækið Eyfar ehf. sá um rekstur ferjunnar þegar slysið var. Konan var farþegi um borð í ferjunni ásamt fjölskyldu sinni. Þegar skipið var við það að leggja að bryggju var því hins vegar siglt á bryggjuna með þeim afleiðingum að konan féll á lestarlúgu og í gólfið. Ekki vildi betur til en svo að þegar konan stóð upp var ferjunni aftur siglt á bryggjunna. Féll konan aftur og varð fyrir meiðslum vegna þess. Í sjóbók ferjunnar var ritað að stefnið hafi rekist „harkalega í pollann“ og var konan beðin um að fara á slysadeild við komu í land. Gerði hún það en síðar kom í ljós að afleiðingar slyssins urðu meiri en upphaflega var talið útlit fyrir. Var konan frá vinnu í um hálft ár auk þess sem hún var metin með sjö prósent varanlega örorku.Bryggjan í HríseyVísir/Friðrik ÞórTaldi konan sig eiga rétt á fullum skaðabótum úr ábyrðartryggingu Eyfars þar sem rekja mætti meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Hélt hún því fram að skipinu hafi verið siglt of hratt og ógætilega miðað við aðstæður. Þá hafi fyrirtækið vanrækt að tilkynna áreksturinn til rannsóknarnefndar samgönguslysa né látið fara fram sjópróf sem hefði getað leitt í ljós ástæður árekstrarins.Tryggingarmiðstöðin hafnaði bótakröfu konunnar á þeim grundvelli að rekja mætti slysið til bilunar í stýrisbúnaði, því hafi ekki verið hægt að rekja meiðsli konunnar til yfirsjónar eða vanrækslu Eyfars.Þáverandi skipstjóri Sævars sem starfaði í afleysingum gaf skýrslu fyrir dómi og sagði hann að einhvers konar rafmagnsvandræði hefðu hrjáð skipið í nokkurn tíma og að í umrætt skipti hafi þessi vandræði teygt sig til vélarinnar.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi þess að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi ekki verið tilkynnt um slysið sem og ummæla skipstjórans um rafmagnsvandræðin verði að líta svo á að Tryggingamiðstöðinni hafi ekki tekist að sýna fram á að yfirsjón eða vanræksla starfsmanna væri ekki að kenna um meiðsli konunnar.Var því fallist á kröfu konunnar og þarf Tryggingarmiðstöðin að greiða henni 3,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins en dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrísey Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira