Guðjón Valur: Gefandi fyrir svona gamlan karl eins og mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2018 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson hefur séð menn koma og fara í landsliðinu á tæpum 20 árum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið í handbolta mætir Litháen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2019 í Vilnius klukkan 16.00 í dag en leikurinn verður í beinni lýsingu á Vísi. Samanlagður sigurvegari fer á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Guðmundur Guðmundsson stýrir liðinu í fyrstu mótsleikjunum eftir endurkomuna en hann er að breyta liðinu töluvert frá síðustu mótum. Bæði eru að koma inn leikmenn sem hafa áður fengið tækifæri en dottið úr liðinu sem og yngri menn úr Olís-deildinni hér heima.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég get ekki beðist afsökunar ef þjálfarinn velur mig Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, er búinn að vera í landsliðinu í tæpa tvo áratugi og séð unga menn koma og fara. Íslendingar hafa átt ógrynni efnilegra leikmanna en ekki eru allir sem festa sér sess í liðinu. „Það eru margir sem hafa ekki náð að festa sig í sessi eftir að fá séns eða smjörþefinn af þessu. Ég hef samt ótrúlega gaman að því að sjá þessa stráka og kynnast þeim, bæði sem handboltamönnum og karakterum,“ segir Guðjón Valur en hann ræddi þessa ungu menn á blaðamannafundi landsliðsins í vikunni.Elvar Örn Jónsson úr Selfossi spilar sinn fyrsta mótsleik í dag.Vísir/Andri MarinóMenn sem hægt er að treysta Ungu strákarnir áttu sviðið í Olís-deildinni í vetur en þar slógu í gegn menn á borð við Hauk Þrastarson, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson en Selfyssingurinn síðastnefndi er í hópnum sem mætir Litháen í kvöld. „Ég naut þess að fylgjast með þeim í vetur. Ég kannski má ekki segja það en ég nota svindlleiðir til þess að fylgjast með deildinni. Það er ótrúlega gaman að sjá þessa stráka með sínum liðum og pæla í því hvernig þeir svo eru áður en maður kynnist þeim svo á endanum,“ segir Guðjón Valur. „Bara það að setjast niður í hádegismat með tveimur ungum eins og ég gerði í gær er gefandi fyrir svona gamlan karl eins og mig. Það er engin spurning að þeir eru hæfileikaríkir og eiga framtíðina fyrir sér ef þeir halda rétt á spilunum.“ „Það er frábært fyrir íslenskan handbolta yfir höfuð að við séum að fá leikmenn inn sem hægt er að klæða í treyju og treysta þeim fyrir því,“ segir Guðjón Valur.Ólafur Gústafsson var nálægt ÓL 2012 en gæti nú aftur fengið burðarhlutverk í landsliðinu.vísirHefur upplifað margt Það eru ekki bara ungir menn í hópnum hjá Guðmundi. Einnig eru menn sem hafa áður verið í landsliðinu og eru nú kannski að fá annað tækifæri. Sumir hafa meiðst en aðrir einfaldlega rifið sig aftur í gang og eru að spila frábærlega með sínum liðum. „Svona er bara gangur íþróttanna. Auðvitað koma upp menn sem að maður bindur vonir við sem lenda svo í meiðslum eða áföllum með þeim afleiðingum að þeir geta ekki haldið ferlinum áfram,“ segir Guðjón Valur og nefnir til dæmis Ólaf Gústafsson sem hefur glímt við mikið af meiðslum á sínum ferli. „Maður samgleðst með svona strákum að komast aftur á þennan stað. Gleymum því ekki að Óli var nálægt því að komast á Ólympíuleikana árið 2012 og núna, sex árum seinna, á hann möguleikaað verða einn af okkar aðalvarnarmönnum.“ „Ég hef upplifað margt og auðvitað er leiðinlegt að sjá menn meiðast eða ekki spila rétt úr sínum ferli. Það er á móti mjög gefandi að sjá stráka eins og eru í Olís-deildinni núna sem eru í alvöru hlutverkum í sínum liðum kannski rétt komnir yfir kynþroskaskeiðið,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur gefur ekkert eftir og er enn á toppnum 38 ára.vísir/gettyMinnir á KA-liðið Fyrirliðinn var sjálfur ungstirni og sló rækilega í gegn með frábæru liði KA á síðasta áratug síðustu aldar áður en hann hélt úr í atvinnumennsku. Hann sér margt líkt með KA-liðinu og til dæmis Selfossliðinu sem heillaði alla íþróttaáhugamenn í vetur en útilína liðsins var með meðalaldur upp á 18 ár. Þetta lið var hársbreidd frá deildarmeistaratitlinum og féll úr leik í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins. „Þetta minnir mig á það þegar að ég er að koma upp með KA-liðinu. Þá vorum við 17-19 ára gamlir strákar sem voru að berjast fyrir því sem okkur fannst það merkilegasta í heimi. Þetta svipar til þess sem maður sér sjá Selfossi núna. Það er gaman að fylgjast með þessu,“ segir Guðjón Valur. „Umfjöllunin í kringum handboltann er orðin betri og meiri og það er gaman líka að sjá þessa stráka takast á við athygli og endursýningar á brotum og svo framvegis. Þetta er allt saman eitthvað sem byggir upp karkater,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allan blaðamannafund landsliðsins má sjá hér að neðan en ræða Guðjóns hefst eftir níu mínútur og fimmtán sekúndur. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég get ekki beðist afsökunar ef þjálfarinn velur mig Guðjón Valur Sigurðsson er alltaf jafn spenntur fyrir því að klára tímabilið í Laugardalshöllinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta mætir Litháen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2019 í Vilnius klukkan 16.00 í dag en leikurinn verður í beinni lýsingu á Vísi. Samanlagður sigurvegari fer á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári. Guðmundur Guðmundsson stýrir liðinu í fyrstu mótsleikjunum eftir endurkomuna en hann er að breyta liðinu töluvert frá síðustu mótum. Bæði eru að koma inn leikmenn sem hafa áður fengið tækifæri en dottið úr liðinu sem og yngri menn úr Olís-deildinni hér heima.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég get ekki beðist afsökunar ef þjálfarinn velur mig Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, er búinn að vera í landsliðinu í tæpa tvo áratugi og séð unga menn koma og fara. Íslendingar hafa átt ógrynni efnilegra leikmanna en ekki eru allir sem festa sér sess í liðinu. „Það eru margir sem hafa ekki náð að festa sig í sessi eftir að fá séns eða smjörþefinn af þessu. Ég hef samt ótrúlega gaman að því að sjá þessa stráka og kynnast þeim, bæði sem handboltamönnum og karakterum,“ segir Guðjón Valur en hann ræddi þessa ungu menn á blaðamannafundi landsliðsins í vikunni.Elvar Örn Jónsson úr Selfossi spilar sinn fyrsta mótsleik í dag.Vísir/Andri MarinóMenn sem hægt er að treysta Ungu strákarnir áttu sviðið í Olís-deildinni í vetur en þar slógu í gegn menn á borð við Hauk Þrastarson, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson en Selfyssingurinn síðastnefndi er í hópnum sem mætir Litháen í kvöld. „Ég naut þess að fylgjast með þeim í vetur. Ég kannski má ekki segja það en ég nota svindlleiðir til þess að fylgjast með deildinni. Það er ótrúlega gaman að sjá þessa stráka með sínum liðum og pæla í því hvernig þeir svo eru áður en maður kynnist þeim svo á endanum,“ segir Guðjón Valur. „Bara það að setjast niður í hádegismat með tveimur ungum eins og ég gerði í gær er gefandi fyrir svona gamlan karl eins og mig. Það er engin spurning að þeir eru hæfileikaríkir og eiga framtíðina fyrir sér ef þeir halda rétt á spilunum.“ „Það er frábært fyrir íslenskan handbolta yfir höfuð að við séum að fá leikmenn inn sem hægt er að klæða í treyju og treysta þeim fyrir því,“ segir Guðjón Valur.Ólafur Gústafsson var nálægt ÓL 2012 en gæti nú aftur fengið burðarhlutverk í landsliðinu.vísirHefur upplifað margt Það eru ekki bara ungir menn í hópnum hjá Guðmundi. Einnig eru menn sem hafa áður verið í landsliðinu og eru nú kannski að fá annað tækifæri. Sumir hafa meiðst en aðrir einfaldlega rifið sig aftur í gang og eru að spila frábærlega með sínum liðum. „Svona er bara gangur íþróttanna. Auðvitað koma upp menn sem að maður bindur vonir við sem lenda svo í meiðslum eða áföllum með þeim afleiðingum að þeir geta ekki haldið ferlinum áfram,“ segir Guðjón Valur og nefnir til dæmis Ólaf Gústafsson sem hefur glímt við mikið af meiðslum á sínum ferli. „Maður samgleðst með svona strákum að komast aftur á þennan stað. Gleymum því ekki að Óli var nálægt því að komast á Ólympíuleikana árið 2012 og núna, sex árum seinna, á hann möguleikaað verða einn af okkar aðalvarnarmönnum.“ „Ég hef upplifað margt og auðvitað er leiðinlegt að sjá menn meiðast eða ekki spila rétt úr sínum ferli. Það er á móti mjög gefandi að sjá stráka eins og eru í Olís-deildinni núna sem eru í alvöru hlutverkum í sínum liðum kannski rétt komnir yfir kynþroskaskeiðið,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur gefur ekkert eftir og er enn á toppnum 38 ára.vísir/gettyMinnir á KA-liðið Fyrirliðinn var sjálfur ungstirni og sló rækilega í gegn með frábæru liði KA á síðasta áratug síðustu aldar áður en hann hélt úr í atvinnumennsku. Hann sér margt líkt með KA-liðinu og til dæmis Selfossliðinu sem heillaði alla íþróttaáhugamenn í vetur en útilína liðsins var með meðalaldur upp á 18 ár. Þetta lið var hársbreidd frá deildarmeistaratitlinum og féll úr leik í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins. „Þetta minnir mig á það þegar að ég er að koma upp með KA-liðinu. Þá vorum við 17-19 ára gamlir strákar sem voru að berjast fyrir því sem okkur fannst það merkilegasta í heimi. Þetta svipar til þess sem maður sér sjá Selfossi núna. Það er gaman að fylgjast með þessu,“ segir Guðjón Valur. „Umfjöllunin í kringum handboltann er orðin betri og meiri og það er gaman líka að sjá þessa stráka takast á við athygli og endursýningar á brotum og svo framvegis. Þetta er allt saman eitthvað sem byggir upp karkater,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allan blaðamannafund landsliðsins má sjá hér að neðan en ræða Guðjóns hefst eftir níu mínútur og fimmtán sekúndur.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég get ekki beðist afsökunar ef þjálfarinn velur mig Guðjón Valur Sigurðsson er alltaf jafn spenntur fyrir því að klára tímabilið í Laugardalshöllinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðjón Valur: Ég get ekki beðist afsökunar ef þjálfarinn velur mig Guðjón Valur Sigurðsson er alltaf jafn spenntur fyrir því að klára tímabilið í Laugardalshöllinni. 7. júní 2018 08:00