200 milljón króna bréf til sýnis í Garðabænum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 8. júní 2018 06:00 Mikil verðmæti verða til sýnis á NORDIA safnarasýningunni. Vísir/Anton Biblíubréfið mun vera verðmætasti hluturinn á NORDIA 2018 sýningunni sem fram fer í TM Höllinni í Garðabæ um helgina en það er metið á um 200 milljónir króna. „Sagan segir að bréfið hafi fundist í Biblíu. Utan á því eru fyrstu íslensku þjónustuskildingamerkin sem er Ísland og svo talan 1876,“ segir Gísli Geir Harðarson, framkvæmdastjóri NORDIA og formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Aðspurður hvort hann viti hvað standi í bréfinu svarar Gísli Geir því neitandi. „Það hefur örugglega einhver opnað þetta bréf. En mér finnst líklegt að þetta sé bréf frá embættismanni. Þeir fengu sérfrímerki á þessum tíma og sést það á bréfinu. Það er ólíklegt að bréfið hafi verið eitthvað persónulegt,“ segir hann.Biblíubréfið mikla. Öryggisgæsla verður í hávegum höfð.Auk bréfsins verða frímerki, seðlar og mynt fyrir tvo milljarða króna til sýnis auk fjölmargra verðmætra gripa sem ekki verða metnir til fjár. Sýningargripir koma víða að, alla leið frá Rússlandi og Nýja-Sjálandi en þetta er þó í grunninn norræn sýning og fullveldissýning. Vegna þeirra miklu verðmæta sem eru í húfi verður sérstök og öflug öryggisgæsla á sýningarstað alla helgina. „Það verður öllu tjaldið til í öryggisgæslu allan sólarhringinn,“ segir Gísli Geir. Stærsti hluti sýningarinnar lýtur að frímerkjum en matsverð íslenskra seðla og myntar á svokölluðum fullveldishluta sýningarinnar er um 200 milljónir króna, enda margir fágætir og verðmætir seðlar. „Við höfum alltaf fengið góða aðsókn að sýningunni og ég veit að Norðurlandaþjóðir öfunda okkur af því hvað þessar samkomur eru vel sóttar,“ segir Gísli Geir. Ókeypis aðgangur er að sýningunni og verður opið á föstudag klukkan 14-18, laugardag 10-17 og sunnudag 10-16. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Biblíubréfið mun vera verðmætasti hluturinn á NORDIA 2018 sýningunni sem fram fer í TM Höllinni í Garðabæ um helgina en það er metið á um 200 milljónir króna. „Sagan segir að bréfið hafi fundist í Biblíu. Utan á því eru fyrstu íslensku þjónustuskildingamerkin sem er Ísland og svo talan 1876,“ segir Gísli Geir Harðarson, framkvæmdastjóri NORDIA og formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara. Aðspurður hvort hann viti hvað standi í bréfinu svarar Gísli Geir því neitandi. „Það hefur örugglega einhver opnað þetta bréf. En mér finnst líklegt að þetta sé bréf frá embættismanni. Þeir fengu sérfrímerki á þessum tíma og sést það á bréfinu. Það er ólíklegt að bréfið hafi verið eitthvað persónulegt,“ segir hann.Biblíubréfið mikla. Öryggisgæsla verður í hávegum höfð.Auk bréfsins verða frímerki, seðlar og mynt fyrir tvo milljarða króna til sýnis auk fjölmargra verðmætra gripa sem ekki verða metnir til fjár. Sýningargripir koma víða að, alla leið frá Rússlandi og Nýja-Sjálandi en þetta er þó í grunninn norræn sýning og fullveldissýning. Vegna þeirra miklu verðmæta sem eru í húfi verður sérstök og öflug öryggisgæsla á sýningarstað alla helgina. „Það verður öllu tjaldið til í öryggisgæslu allan sólarhringinn,“ segir Gísli Geir. Stærsti hluti sýningarinnar lýtur að frímerkjum en matsverð íslenskra seðla og myntar á svokölluðum fullveldishluta sýningarinnar er um 200 milljónir króna, enda margir fágætir og verðmætir seðlar. „Við höfum alltaf fengið góða aðsókn að sýningunni og ég veit að Norðurlandaþjóðir öfunda okkur af því hvað þessar samkomur eru vel sóttar,“ segir Gísli Geir. Ókeypis aðgangur er að sýningunni og verður opið á föstudag klukkan 14-18, laugardag 10-17 og sunnudag 10-16.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira