Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins. Vísir/VIlhelm Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00
Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00