American Airlines hóf beint áætlunarflug milli Dallas og Keflavíkur í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 19:30 American Airlines mun fljúga frá Dallas til Keflavíkur daglega til 27. október. Vísir/American Airlines American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
American Airlines, stærsta flugfélag heims, hóf í dag beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Flogið verður á hverjum degi fram í lok október. Dallas er alþjóðleg tengistöð fyrir millilandaflug og er hægt að fljúga beint þaðan út um allan heim. American Airlines er stærsta flugfélag í heimi með hliðsjón af stærð flota, rekstratekjum, fjölda starfsmanna, fjölda farþega, flognum kílómetrafjölda og fjölda áfangastaða. Flugfélagið hefur í kvöld beint áætlunarflug milli Dallas Fort Worth og Keflavíkur. Þetta er átta tíma beint flug í Boeing 757. Fyrsta vélin lendir í Keflavík kl. 9 í fyrramálið en flogið verður daglega til 27. október.„Við verðum með þjónustu daglega sem þýðir rúmlega 4000 sæti á mánuði. Við höfum orðið vör við mikla sókn í ferðamennsku og áhuga á Íslandi. Snilldin að baki flugi frá Dallas og Fort Worth til Keflavíkur er sú að ferðamennirnir koma ekki bara frá Texas-svæðinu. Um 60 tengiflug hafa viðkomu á þeim völlum þaðan sem flogið er til Íslands. Tengisvæðið er því risastórt,“ segir Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi og nemur um 40 prósentum af heildarútflutningi landsins. Til samanburðar var þetta hlutfall rúmlega 7 prósent fyrir heiminn í heild sinni á síðasta ári og hlutfallið því sexfalt hærra hér á landi. Á vettvangi verðaþjónustunnar hefur verið mikið rætt um mikilvægi þess að fá fleiri tekjuháa ferðamenn sem séu tilbúnir að greiða meira fyrir einstakar upplifanir.Tim Isik sölustjóri hjá American Airlines í Evrópu.Isik segir að miðað við þjónustu sem American Airlines sé að bjóða sé ljóst að nokkuð fjölbreyttur hópur muni nýta sér þessa flugleið. „Annað sem við höfum hugsað um er að við notum Boeing 757 og þær vélar eru búnar 16 rúmum á viðskiptafarrými. Þetta eru ný sæti og við búumst við því að vildarfarþegar okkar eða þeir sem eru tekjuhærri en aðrir nýti sér þann kost. Við erum einnig með 52 aukasæti í aðalfarrýminu. Við bjóðum þessi sæti með kaupauka sem þýðir að þau eru með 15 cm viðbótarpláss fyrir fætur,“ segir Isik.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira