Forseti Íslands, nafni hans hjá KSÍ og Aron Einar fyrirliði tóku sér skóflu í hönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2018 14:30 Mynd/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands ætlar að kolefnisjafna ferð landsliðsins á HM í Rússlandi í samstarfi við Votlendissjóðinn. Þetta markmið KSÍ var formlega staðfest á Bessastöðum í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Guðni Bergsson formaður KSÍ, Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins hófust handa við að moka ofan í fyrsta skurðinn, með dyggri aðstoð annarra stuðningsaðila verkefnisins. Knattspyrnusambandið segir frá þessu flotta framtaki á heimasíðu sinni. Aron Einar er eini leikmaður íslenska hópsins sem mun örugglega spila á móti Gana á Laugardalsvellinum í kvöld. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice), átti hugmyndina að kolefnisjöfnun HM-ferðarinnar, en hún hefur reiknað út þá losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrirsjáanlega mun eiga sér stað vegna flugs og akstur knattspyrnulandsliðsins í Rússlandsferðinni. Samkvæmt þessum útreikningum mun heildarlosunin samsvara 50-60 tonnum af koldíoxíði. Þessi losun samsvarar árlegri losun frá um það bil þremur hekturum af framræstu votlendi og því hefur KSÍ samið við nýstofnaðan Votlendissjóð um að endurheimta samsvarandi flatarmál. Embætti forseta Íslands hefur stutt myndarlega við þessa viðleitni með því að leggja til votlendi í landi Bessastaða, sem framræst var með skurðgreftri um miðja síðustu öld.Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að kolefnisjafna ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess á HM í Rússlandi síðar í þessum mánuði í samstarfi við Votlendissjóðinn.https://t.co/5uR6bFyZqYpic.twitter.com/jTZpUvp8Xr — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 7, 2018 Framlag KSÍ nægir til að breyta 3 ha af þessu landi í votlendi á nýjan leik. Þar með mun heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku landi minnka um um það bil 60 tonn á ári mörg næstu ár. G.T. Verktakar hafa ákveðið að styðja verkefnið með því að koma öllu efni sem nýtt verður til að fylla í skurðina á svæðið og Fuglavernd mun síðan vakta fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt samkomulagi KSÍ við Votlendissjóð nýtist framlag sambandsins ekki aðeins til að kolefnisjafna Rússlandsferðina, heldur einnig til að kolefnisjafna sambærilegar ferðir knattspyrnumanna af báðum kynjum tvö næstu ár. Loftslagslegur ávinningur af endurheimtinni sem hófst formlega á Bessastöðum í dag mun þó nýtast þjóðinni og komandi kynslóðum til mun lengri tíma, enda er um varanlega endurheimt að ræða. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að kolefnisjafna ferð landsliðsins á HM í Rússlandi í samstarfi við Votlendissjóðinn. Þetta markmið KSÍ var formlega staðfest á Bessastöðum í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Guðni Bergsson formaður KSÍ, Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins hófust handa við að moka ofan í fyrsta skurðinn, með dyggri aðstoð annarra stuðningsaðila verkefnisins. Knattspyrnusambandið segir frá þessu flotta framtaki á heimasíðu sinni. Aron Einar er eini leikmaður íslenska hópsins sem mun örugglega spila á móti Gana á Laugardalsvellinum í kvöld. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice), átti hugmyndina að kolefnisjöfnun HM-ferðarinnar, en hún hefur reiknað út þá losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrirsjáanlega mun eiga sér stað vegna flugs og akstur knattspyrnulandsliðsins í Rússlandsferðinni. Samkvæmt þessum útreikningum mun heildarlosunin samsvara 50-60 tonnum af koldíoxíði. Þessi losun samsvarar árlegri losun frá um það bil þremur hekturum af framræstu votlendi og því hefur KSÍ samið við nýstofnaðan Votlendissjóð um að endurheimta samsvarandi flatarmál. Embætti forseta Íslands hefur stutt myndarlega við þessa viðleitni með því að leggja til votlendi í landi Bessastaða, sem framræst var með skurðgreftri um miðja síðustu öld.Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að kolefnisjafna ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess á HM í Rússlandi síðar í þessum mánuði í samstarfi við Votlendissjóðinn.https://t.co/5uR6bFyZqYpic.twitter.com/jTZpUvp8Xr — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 7, 2018 Framlag KSÍ nægir til að breyta 3 ha af þessu landi í votlendi á nýjan leik. Þar með mun heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku landi minnka um um það bil 60 tonn á ári mörg næstu ár. G.T. Verktakar hafa ákveðið að styðja verkefnið með því að koma öllu efni sem nýtt verður til að fylla í skurðina á svæðið og Fuglavernd mun síðan vakta fuglalíf á svæðinu. Samkvæmt samkomulagi KSÍ við Votlendissjóð nýtist framlag sambandsins ekki aðeins til að kolefnisjafna Rússlandsferðina, heldur einnig til að kolefnisjafna sambærilegar ferðir knattspyrnumanna af báðum kynjum tvö næstu ár. Loftslagslegur ávinningur af endurheimtinni sem hófst formlega á Bessastöðum í dag mun þó nýtast þjóðinni og komandi kynslóðum til mun lengri tíma, enda er um varanlega endurheimt að ræða.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira