Óheimilt að synja fyrrverandi fanga um aðstoð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júní 2018 06:30 Hafnarfjarðarbær synjaði fanga um fjárhagsaðstoð. Vísir/Daníel Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira