Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2018 08:00 Rúmlega tíu prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á lista Landlæknis fyrir líffæragjafa frá 2014. Vísir/Getty Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent