Viðræður fara vel af stað í Kópavogi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 13:45 Að sögn Birkis Jóns Jónssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi, eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Samsett mynd; Vísir/vilhelm Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir formlegar viðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fara vel af stað. Í gær tilkynntu flokkarnir að þeir hygðust hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi en ákveðin pattstaða var uppi eftir sveitarstjórnarkosningar því ágreiningur kom upp á milli bæjarfulltrúa hjá samstarfsflokkum síðasta kjörtímabils, Sjálfstæðisflokki og BF Viðreisn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir efasemdum um áframhaldandi meirihlutasamstarfi með BF Viðreisn en það var þvert á sjónarmið Ármanns Kr. Ólafssonar, flokksleiðtoga Sjálfstæðismanna, sem taldi réttast að láta reyna á áframhaldandi meirihlutasamstarf. Sjá nánar: Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Í samtali við Vísi segir Birkir Jón að vinnan sé á byrjunarstigi. Í gærkvöldi hefðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rætt um áherslur flokkanna og verður þeirri vinnu haldið áfram í dag. Spurður hvar bæjarfulltrúarnir hafi haldið fundinn bendir Birkir Jón á hið augljósa og svarar: „Í Kópavogi,“ og skellir upp úr en bætir við að þeir hefðu ræðst við í Hlíðasmára. Fulltrúar flokkanna hafa ekki sett sér nein tímamörk: „Við höfum ekki gert það, aðalatriðið er að vera á sömu blaðsíðunni hvað áherslumálin varðar en áherslur og stefna flokkanna fer að mörgu leyti vel saman og við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að ljúka þeirri vinnu.“ Að sögn Birkis Jóns eru skólamálin og málefni eldri borgara og barnafólks leiðarljósið sem Framsókn tekur með sér inn í Viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk. Hann segir að eflaust séu nokkur mál sem Framsókn hvikar ekki frá en að samtalið sé ekki komið á þann stað.Þrátt fyrir að viðræðurnar séu skammt á veg komnar, ertu bjartsýnn á að þið náið saman?„Já, það er góður andi og samhljómur á milli flokkanna í áherslum þannig að ég er bjartsýnn.“ Framsóknarflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða en Birkir Jón Jónsson komst einn frambjóðenda Framsóknar inn í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn með Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra Kópavogs, í broddi fylkingar hlaut 36,1% atkvæða og fékk 5 menn kjörna.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39 Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar viðræður í Kópavogi Ármann fundaði með bæjarfulltrúum flokksins síns í gær vegna þeirra stöðu sem var komin upp í samskiptum meirihluta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF Viðreisnar. 5. júní 2018 14:39
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Ármann boðar bæjarfulltrúana á sinn fund: „Ég hef átt gott samstarf við Theodóru“ Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ætlar að funda með sínum samflokksmönnum í dag. 4. júní 2018 12:47
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13