Gleymdu börnin á Íslandi Stefán John Stefánsson skrifar 6. júní 2018 07:00 Á Vesturlöndum er heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri. Hér á landi eru árlega greind yfir 500 börn með heilaáverka og 200 af þeim eru börn á aldrinum 0-4 ára. Af þessum tölum má dæma að 40 börn og unglingar muni þurfa að takast á við alvarlegar afleiðingar heilaskaða til lengri tíma og oft á tíðum fram á fullorðinsár. Þessi börn þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda til að lágmarka afleiðingar heilaskaða en því miður eru slík úrræði ekki í boði í heilbrigðiskerfinu. Í dag fá einungis eitt til þrjú börn á Íslandi, af fjörutíu, greiningu og skammtímaendurhæfingu, brotabrot af þeim börnum sem þurfa á meðferð að halda. Afleiðingar heilaskaða í æsku koma oft ekki að fullu fram fyrr en við fullorðinsárin þegar þessir einstaklingar fara að reyna að standa á eigin fótum í lífinu. Heilaskaði er fötlun sem hefur vitsmunaleg og líkamleg áhrif á einstaklinginn.Fá ranga meðferð Hvað verður um hin 37 börnin? Jú, þau gleymast. Á hverju ári má gera ráð fyrir því að um 37 börn sem ekki hljóta viðeigandi meðferð verði út undan og að náms- og félagsfærni þeirra hraki. Mörg af þessum börnum fá ranglega greiningu um AD/HD eða einhverfu og af þeim sökum fá þau ranga meðferð og jafnvel röng lyf. Þrátt fyrir að einkenni séu svipuð er um ólíka hluti að ræða sem þarfnast ólíkrar meðferðar. Mikið í húfi Það er mikið í húfi og nauðsynlegt að sinna þessum gleymdu börnum og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í samfélaginu sem virkir einstaklingar. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur nú skipað starfshóp sem fer vandlega yfir stöðu fólks með ákominn heilaskaða og þar með talið börnin okkar. Sérhæfð íhlutun er ekki til staðar á Íslandi og úr því þarf sannarlega að bæta.Höfundur er verkefnastjóri Hugarfars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Á Vesturlöndum er heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri. Hér á landi eru árlega greind yfir 500 börn með heilaáverka og 200 af þeim eru börn á aldrinum 0-4 ára. Af þessum tölum má dæma að 40 börn og unglingar muni þurfa að takast á við alvarlegar afleiðingar heilaskaða til lengri tíma og oft á tíðum fram á fullorðinsár. Þessi börn þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda til að lágmarka afleiðingar heilaskaða en því miður eru slík úrræði ekki í boði í heilbrigðiskerfinu. Í dag fá einungis eitt til þrjú börn á Íslandi, af fjörutíu, greiningu og skammtímaendurhæfingu, brotabrot af þeim börnum sem þurfa á meðferð að halda. Afleiðingar heilaskaða í æsku koma oft ekki að fullu fram fyrr en við fullorðinsárin þegar þessir einstaklingar fara að reyna að standa á eigin fótum í lífinu. Heilaskaði er fötlun sem hefur vitsmunaleg og líkamleg áhrif á einstaklinginn.Fá ranga meðferð Hvað verður um hin 37 börnin? Jú, þau gleymast. Á hverju ári má gera ráð fyrir því að um 37 börn sem ekki hljóta viðeigandi meðferð verði út undan og að náms- og félagsfærni þeirra hraki. Mörg af þessum börnum fá ranglega greiningu um AD/HD eða einhverfu og af þeim sökum fá þau ranga meðferð og jafnvel röng lyf. Þrátt fyrir að einkenni séu svipuð er um ólíka hluti að ræða sem þarfnast ólíkrar meðferðar. Mikið í húfi Það er mikið í húfi og nauðsynlegt að sinna þessum gleymdu börnum og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í samfélaginu sem virkir einstaklingar. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur nú skipað starfshóp sem fer vandlega yfir stöðu fólks með ákominn heilaskaða og þar með talið börnin okkar. Sérhæfð íhlutun er ekki til staðar á Íslandi og úr því þarf sannarlega að bæta.Höfundur er verkefnastjóri Hugarfars
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun