Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 15:41 Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59