Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 15:41 Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59