Ný uppfærsla mun gera gamla iPhone hraðari Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 11:00 Tim Cook, forstjóri Apple, á WWDC í gær. Vísir/AP Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband. Apple Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband.
Apple Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira