Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Katrín segir að taka verði mið af því að afkoma í sjávarútvegsgeiranum hafi farið versnandi Vísir/Sigtryggur „Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19