Ræða þurfi lífeyrismál út frá kynjajafnrétti Sighvatur skrifar 5. júní 2018 06:00 Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Vísir/GVa „Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira