Breytingar á fyrirspurnum þingmanna ekki til umræðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon við setningu Alþingis í desember síðastliðnum. Vísir/anton Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04