Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Pawel Bartosek, borgarfulltrúi fyrir Viðreisn. vÍSIR/ANTON Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. Helgin var nýtt til hvíldar og til þess að undirbúa sig frekar fyrir viðræðurnar. „Ég get sagt að laugardagurinn var fyrsti laugardagurinn í margar vikur sem ég hef eitthvað getað hugað að persónulegum málum og það var alveg kærkomið að geta sinnt því. En síðan er maður bara að undirbúa sig fyrir næstu skref í viðræðunum með því að lesa sér til, til að kynna sér hlutina og láta sér detta nokkra hluti í hug. En við höfum ekki verið að funda með hinum flokkunum um helgina,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar. Hann segist ekki ætla að láta neitt uppi um það hver samningsmarkmið Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum séu.Sjá einnig: Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Útlit er fyrir að í Kópavogi muni Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkurinn hefja meirihlutaviðræður. Skoðanamunur hefur verið uppi meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem oddvitinn og bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson hafði lýst því yfir að honum hugnaðist áframhaldandi samstarf við Theodóru Þorsteinsdóttur, sem var bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og var oddviti sameiginlegs lista Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Þrír aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar ekki samstarf við Theodóru. Á Akranesi hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins komist að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta á Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00 Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20 Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns en efast um samstarf við BF Viðreisn Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa lýst yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, núverandi bæjarstjóra og oddvita flokksins í Kópavogi. Segja þau hann hafa óskorað umboð til meirihlutaviðræðna við aðra flokka í bænum. 3. júní 2018 21:00
Dagur segir nýjan meirihluta í burðarliðnum Oddviti Viðreisnar segir meirihlutaviðræður síðustu tveggja daga hafa verið árangursríkar. 1. júní 2018 17:20
Segist hafa fengið uppsagnarbréf frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs í Kópavogi segir að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn muni mynda meirihluta í Kópavogi. 3. júní 2018 11:13