Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Hluti af fatnaðinum sem safnast er seldur í verslunum Rauða krossins. Til dæms þeirri sem er við Hlemm. vísir/eyþór Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira