Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Sjúklingur í lífshættu upplifði sig afskiptan og fastan í glundroða álags og skipulagsleysis á Hjartagátt landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Fréttablaðið/GVA „Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
„Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00