Enska pressan liggur eins og mara á leikmönnum Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2018 10:15 Hermann Hreiðarsson átti farsælan feril í Englandi vísir/getty Oft er sagt að enska þjóðin og enskir blaðamenn séu verstu óvinir enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kringum stórmót. Það eru auðvitað leikmennirnir sjálfir sem eru eigin gæfu smiðir inni á vellinum, en það getur varla hjálpað nokkrum manni við iðju sína að hafa heila þjóð og blaðamannastétt sem níðir af honum skóinn. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, lék á Englandi frá árinu 1997 allt til ársins 2012 og þekkir því vel enska knattspyrnumenningu og þá pressu sem hvílir á leikmönnum liðsins í aðdraganda stórmóts, á meðan á mótinu stendur og þá hörku sem leikmenn verða fyrir verði þeim á í messunni. Hermann segir enska knattspyrnuáhugamenn eyðileggja fyrir liði sínu með óhóflegri gagnrýni sinni, en hann segir ensku þjóðina hæfilega vongóða fyrir mótið í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Enska þjóðin geri sér grein fyrir því að liðið sé ekki sigurstranglegt á mótinu í sumar, en fari offari þessa stundina og finni leikmönnum allt til foráttu eins og vanalega. „Maður finnur það alveg þegar maður er í liði með enskum landsliðsmönnum að pressa eykst dag frá degi þegar líður að stórmóti. Til að mynda David James sem ég spilaði lengi með hefur oft rætt það við mig hvað þetta umtal hafði slæm áhrif á sig og spilamennsku alls liðsins. Leikmenn eru mjög spenntir fyrir mótinu, en þetta slæma umtal hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif,“ segir Hermann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held sem dæmi að liðin sem í voru leikmenn á borð bið Rio Ferdinand, Sol Campbell, John Terry, Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes, David Beckham, Wayne Rooney, Michael Owen og félagar hefðu getað gert mikið betri hluti en liðið gerði ef leikmenn og þjálfarateymið hefðu fengið meiri vinnufrið og eðlilegri umfjöllun,“ segir Hermann um skaðsemi ensku pressunnar. „Enska þjóðin er knattspyrnuóð og það snýst allt um fótbolta þegar stórmótin eru. Það er vissulega jákvætt hvað landinn fylgist vel með liðinu, en það snýst oftast upp í andhverfu sína af því að þeir eru svo neikvæðir. Þeir hakka leikmenn í sig og einkalíf þeirra er undir smásjánni á meðan á stórmóti stendur. Blöðin eru bara að hugsa um sölutölurnar og þetta er ekki mjög vönduð eða málefnaleg gagnrýni oft á tíðum,“ segir Hermann um bresku pressuna. „Það eru aftur á móti mjög hófstilltar kröfur sem eru gerðar til liðsins að þessu sinni. Gagnrýnin beinist frekar að því hvers vegar Englendingar eigi ekki leikmenn í hæsta gæðaflokki en ekki að þjálfaranum [Gareth Southgate] eða liðinu sjálfu. Þó svo að allir geri sér grein fyrir því að liðið hafi oft verið betra þá kæmi mér það á óvart ef það verður farið silkihönskum um leikmenn enska liðsins þegar á hólminn er komið,“ segir Hermann um komandi mót hjá enska liðinu. „Ég ber sjálfur miklar taugar til enska liðsins eftir tíma minn þar og ég vona aðallega að þeir ensku leikmenn sem hafa verið að spila vel með Liverpool, Tottenham Hotspur og Manchester City í vetur verði í aðalhlutverki í liðinu og að liðið spili bolta eins og þau lið hafa verið að spila undanfarið. Ég vona að Raheem Sterling, Dele Alli og Harry Kane eigi gott mót. Ég bind miklar vonir við að hann springi út og sjá til þess að sóknarleikur enska liðsins verði í lagi,“ segir Hermann að endingu um enska liðið sem er á leiðinni til Rússlands og vonast til þess að rjúfa 52 ára bið Englendinga eftir heimsmeistaratitli í knattspyrnu karla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira
Oft er sagt að enska þjóðin og enskir blaðamenn séu verstu óvinir enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kringum stórmót. Það eru auðvitað leikmennirnir sjálfir sem eru eigin gæfu smiðir inni á vellinum, en það getur varla hjálpað nokkrum manni við iðju sína að hafa heila þjóð og blaðamannastétt sem níðir af honum skóinn. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, lék á Englandi frá árinu 1997 allt til ársins 2012 og þekkir því vel enska knattspyrnumenningu og þá pressu sem hvílir á leikmönnum liðsins í aðdraganda stórmóts, á meðan á mótinu stendur og þá hörku sem leikmenn verða fyrir verði þeim á í messunni. Hermann segir enska knattspyrnuáhugamenn eyðileggja fyrir liði sínu með óhóflegri gagnrýni sinni, en hann segir ensku þjóðina hæfilega vongóða fyrir mótið í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Enska þjóðin geri sér grein fyrir því að liðið sé ekki sigurstranglegt á mótinu í sumar, en fari offari þessa stundina og finni leikmönnum allt til foráttu eins og vanalega. „Maður finnur það alveg þegar maður er í liði með enskum landsliðsmönnum að pressa eykst dag frá degi þegar líður að stórmóti. Til að mynda David James sem ég spilaði lengi með hefur oft rætt það við mig hvað þetta umtal hafði slæm áhrif á sig og spilamennsku alls liðsins. Leikmenn eru mjög spenntir fyrir mótinu, en þetta slæma umtal hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif,“ segir Hermann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held sem dæmi að liðin sem í voru leikmenn á borð bið Rio Ferdinand, Sol Campbell, John Terry, Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes, David Beckham, Wayne Rooney, Michael Owen og félagar hefðu getað gert mikið betri hluti en liðið gerði ef leikmenn og þjálfarateymið hefðu fengið meiri vinnufrið og eðlilegri umfjöllun,“ segir Hermann um skaðsemi ensku pressunnar. „Enska þjóðin er knattspyrnuóð og það snýst allt um fótbolta þegar stórmótin eru. Það er vissulega jákvætt hvað landinn fylgist vel með liðinu, en það snýst oftast upp í andhverfu sína af því að þeir eru svo neikvæðir. Þeir hakka leikmenn í sig og einkalíf þeirra er undir smásjánni á meðan á stórmóti stendur. Blöðin eru bara að hugsa um sölutölurnar og þetta er ekki mjög vönduð eða málefnaleg gagnrýni oft á tíðum,“ segir Hermann um bresku pressuna. „Það eru aftur á móti mjög hófstilltar kröfur sem eru gerðar til liðsins að þessu sinni. Gagnrýnin beinist frekar að því hvers vegar Englendingar eigi ekki leikmenn í hæsta gæðaflokki en ekki að þjálfaranum [Gareth Southgate] eða liðinu sjálfu. Þó svo að allir geri sér grein fyrir því að liðið hafi oft verið betra þá kæmi mér það á óvart ef það verður farið silkihönskum um leikmenn enska liðsins þegar á hólminn er komið,“ segir Hermann um komandi mót hjá enska liðinu. „Ég ber sjálfur miklar taugar til enska liðsins eftir tíma minn þar og ég vona aðallega að þeir ensku leikmenn sem hafa verið að spila vel með Liverpool, Tottenham Hotspur og Manchester City í vetur verði í aðalhlutverki í liðinu og að liðið spili bolta eins og þau lið hafa verið að spila undanfarið. Ég vona að Raheem Sterling, Dele Alli og Harry Kane eigi gott mót. Ég bind miklar vonir við að hann springi út og sjá til þess að sóknarleikur enska liðsins verði í lagi,“ segir Hermann að endingu um enska liðið sem er á leiðinni til Rússlands og vonast til þess að rjúfa 52 ára bið Englendinga eftir heimsmeistaratitli í knattspyrnu karla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Sjá meira