Álagið á bráðamóttöku eykst frekar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira