Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 12:32 Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gerir ráð fyrir ákveðinni eðlisbreytingu í stjórnmálunum á Akureyri á næsta kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefði frekar viljað sjá sterkari meirihluta verða að veruleika sem samanstæði af Framsóknarflokki, L-lista og Sjálfstæðisflokki heldur en þeim meirihluta sem tilkynntu í gærkvöldi að hefðu gert með sér samning um samstarf. Þá hefði Gunnar jafnframt vilja skoða þann möguleika að mynda stjórn með öllum flokkum – sá möguleiki hafi komið til tals í óformlegum þreifingum flokkanna fyrstu dagana eftir sveitarstjórnarkosningar. Hann gerir ráð fyrir aukinni hörku í stjórnmálunum á Akureyri á komandi kjörtímabili. Sjá nánar: L-listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Í samtali við Vísi segir Gunnar að það hafi komið til tals stuttu eftir kosningar að mynda meirihlutastjórn skipaða bæjarfulltrúum frá öllum flokkum. Það hafi verið að frumkvæði L-listans sem þessi hugmynd hafi verið rædd en flokkurinn hafi í kjölfarið ekki fylgt málinu eftir að sögn Gunnars. „Það hefði bara verið mjög fróðleg og skemmtileg tilraun til þess að nálgast pólitíkina með öðrum hætti en að skipta alltaf upp í lið og við vorum alveg tilbúin að skoða það. Því var borið við að Framsókn og Samfylking hefðu ekki verið tilbúin til þess. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það hafi ekki verið vegna þess að þau voru komin að borðinu og talið sig hafa meira út úr því,“ segir Gunnar. Á undanförnum árum hafa samræðustjórnmál verið einkennandi fyrir stjórnmálin á Akureyri og hafa bæjarfulltrúar nálgast málin með málefnalegum hætti og af virðingu gagnvart andstæðum sjónarmiðum. „Við náttúrulega lögðum mikla áherslu á það á síðasta kjörtímabili að stunda samræðupólitík þannig að við vorum tilbúin að láta á það reyna að vinna mikið sem hópur. Í nefndum og ráðum sátu menn og töluðu sig niður á niðurstöðu og allir lögðu eitthvað í púkkið. Á grundvelli þess gerðum við okkur vonir um að við yrðum með í einhvers konar viðræðum en eins og staðan er núna er hluti hópsins búinn að taka sig saman og mynda lið. Það er ekki hægt að túlka það neitt öðruvísi en að við séum þá bara eitthvað annað lið í minnihlutanum,“ segir Gunnar sem bætir við að hann sjái fyrir sér að einhver breyting verði á þessu fyrirkomulagi á næsta kjörtímabili:Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/Gvendur„Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til.“ Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokki hefði ekki verið boðið til viðræðna vegna andstæðra sjónarmiða flokkanna svarar Gunnar neitandi. „Nei, ég get nú ekki séð að það hafi verið málið vegna þess að við vorum nú búin að eiga samtal við aðila. Þegar þú berð saman stefnuskrárnar þá er kannski það eina sem bar þarna verulega á milli var þetta með bæjarstjórann en við vorum löngu búin að gefa það út að það myndi aldrei stranda á því og þar af leiðandi getur maður ekki sagt að það hafi verið málefnin voru þarna aðalatriðið, það hlýtur að hafa þá verið eitthvað annað sem ég hef ekki fengið neinn botn í.“ Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga talaði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því að þeim hugnaðist best að flokksleiðtogi yrði bæjarstjóri en það er til höfuðs ríkjandi sjónarmiðum hinna flokkanna sem vilja ráða ópólitískan bæjarstjóra eins og verið hefur. Gunnar segist þó hafa látið það boð ganga út að þetta væri ekki krafa sem myndi standa í vegi fyrir samstarfi. „Það er af og frá að nefna þetta í þessu samhengi og alveg út í bláinn. Það vissu hinir flokksleiðtogarnir alveg upp á hár.“ Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefði frekar viljað sjá sterkari meirihluta verða að veruleika sem samanstæði af Framsóknarflokki, L-lista og Sjálfstæðisflokki heldur en þeim meirihluta sem tilkynntu í gærkvöldi að hefðu gert með sér samning um samstarf. Þá hefði Gunnar jafnframt vilja skoða þann möguleika að mynda stjórn með öllum flokkum – sá möguleiki hafi komið til tals í óformlegum þreifingum flokkanna fyrstu dagana eftir sveitarstjórnarkosningar. Hann gerir ráð fyrir aukinni hörku í stjórnmálunum á Akureyri á komandi kjörtímabili. Sjá nánar: L-listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Í samtali við Vísi segir Gunnar að það hafi komið til tals stuttu eftir kosningar að mynda meirihlutastjórn skipaða bæjarfulltrúum frá öllum flokkum. Það hafi verið að frumkvæði L-listans sem þessi hugmynd hafi verið rædd en flokkurinn hafi í kjölfarið ekki fylgt málinu eftir að sögn Gunnars. „Það hefði bara verið mjög fróðleg og skemmtileg tilraun til þess að nálgast pólitíkina með öðrum hætti en að skipta alltaf upp í lið og við vorum alveg tilbúin að skoða það. Því var borið við að Framsókn og Samfylking hefðu ekki verið tilbúin til þess. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það hafi ekki verið vegna þess að þau voru komin að borðinu og talið sig hafa meira út úr því,“ segir Gunnar. Á undanförnum árum hafa samræðustjórnmál verið einkennandi fyrir stjórnmálin á Akureyri og hafa bæjarfulltrúar nálgast málin með málefnalegum hætti og af virðingu gagnvart andstæðum sjónarmiðum. „Við náttúrulega lögðum mikla áherslu á það á síðasta kjörtímabili að stunda samræðupólitík þannig að við vorum tilbúin að láta á það reyna að vinna mikið sem hópur. Í nefndum og ráðum sátu menn og töluðu sig niður á niðurstöðu og allir lögðu eitthvað í púkkið. Á grundvelli þess gerðum við okkur vonir um að við yrðum með í einhvers konar viðræðum en eins og staðan er núna er hluti hópsins búinn að taka sig saman og mynda lið. Það er ekki hægt að túlka það neitt öðruvísi en að við séum þá bara eitthvað annað lið í minnihlutanum,“ segir Gunnar sem bætir við að hann sjái fyrir sér að einhver breyting verði á þessu fyrirkomulagi á næsta kjörtímabili:Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/Gvendur„Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til.“ Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokki hefði ekki verið boðið til viðræðna vegna andstæðra sjónarmiða flokkanna svarar Gunnar neitandi. „Nei, ég get nú ekki séð að það hafi verið málið vegna þess að við vorum nú búin að eiga samtal við aðila. Þegar þú berð saman stefnuskrárnar þá er kannski það eina sem bar þarna verulega á milli var þetta með bæjarstjórann en við vorum löngu búin að gefa það út að það myndi aldrei stranda á því og þar af leiðandi getur maður ekki sagt að það hafi verið málefnin voru þarna aðalatriðið, það hlýtur að hafa þá verið eitthvað annað sem ég hef ekki fengið neinn botn í.“ Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga talaði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því að þeim hugnaðist best að flokksleiðtogi yrði bæjarstjóri en það er til höfuðs ríkjandi sjónarmiðum hinna flokkanna sem vilja ráða ópólitískan bæjarstjóra eins og verið hefur. Gunnar segist þó hafa látið það boð ganga út að þetta væri ekki krafa sem myndi standa í vegi fyrir samstarfi. „Það er af og frá að nefna þetta í þessu samhengi og alveg út í bláinn. Það vissu hinir flokksleiðtogarnir alveg upp á hár.“
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira