Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:29 Nikki Haley og Mike Pompeo á fréttamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“. Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“.
Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00