Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:29 Nikki Haley og Mike Pompeo á fréttamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“. Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“.
Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00