Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 15:21 Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg. Vísir/ Jói K Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30