Íslenskur stuðningsmaður mölvaði gólf í víkingaklappi með Mexíkóum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 14:01 Stuðningsmaðurinn, í bol merktum Ragnari Sigurðssyni, fékk fólkið sannarlega með sér í víkingaklapp. En eitthvað varð undan að láta, gólfið. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira