Henry Birgir Gunnarsson slóst í för með þeim köppum í verslunarferð og dugði ekkert minna en tveir sendibílar til þess að ferja allan matinn á hótelið.
Strákarnir versla í stórri búð sem heitir Metro og er svipuð og Costco. Þeir þurfa reyndar að keyra heilar 50 mínútur í búðina þannig að ein verslunarferð getur tekið allt að fjóra tíma fyrir þá.
Annar þeirra fer svo með á liðinu á leikstað og fer þá tveimur dögum fyrr til þess að undirbúa komu drengjanna og fara yfir matarmálin á hótelinu. Vel skipulagt allt saman.
Hinrik Ingi sagði að með öllu væru þeir að bjóða upp á um 150 kíló af mat daglega en KSÍ-hópurinn telur um 60 manns.
Sjá má innslag um verslunarferðina hér að neðan.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.