RÚV Prime Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júní 2018 10:00 Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Sextíu prósent þjóðarinnar sátu fyrir framan sjónvarpið milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardaginn. Af þeim fylgdust 99,6 prósent með glæsilegum 1-1 sigri Íslands gegn Argentínu. Fyrir utan það að vera einn merkasti íþróttaviðburður Íslandssögunnar, þá var þetta um leið verðmætasta auglýsingapláss sem myndast hefur á hinum agnarsmáa, en þó öfluga, auglýsingamarkaði hér á landi. Markaðsdeildir fyrirtækjanna hafa vitað af þessu frá því að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM, og það sama á við um misvel mannaðar auglýsingadeildir fjölmiðlanna. RÚV, í krafti sínum sem ríkisfjölmiðill og aðili að Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva, hafði sýningarréttinn og þar tóku markaðsmenn sannarlega við sér. Svokallaður Prime-auglýsingapakki var settur saman og kynntur fyrir auglýsendum. Hvergi er hægt að finna upplýsingar um þennan pakka á vefsíðu RÚV. Pakkinn fól í sér að auglýsendur keyptu birtingar fyrir 10 milljónir króna hið minnsta í júní og júlí. Þessi pakki tók einnig til annarra dagskrárliða en HM í Rússlandi. Allir stærri auglýsingapakkar seldust upp hjá RÚV. Kvartað hefur verið til Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar vegna framgöngu RÚV í þessum efnum. Öflug auglýsingadeild RÚV fékk það verkefni að selja vöru sem í raun selur sig sjálf. Vöru sem aðeins RÚV hafði aðgang að. Afraksturinn er sá að minni einkareknir fjölmiðlar segja RÚV hafa sópað upp auglýsingamarkaðinn í kringum HM. Óvíst er hvað hæft er í þessum fullyrðingum forsvarsmanna Hringbrautar og N4 á Akureyri. Það á eftir að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að RÚV freistaði þess að ná til auglýsenda á afar ógagnsæjan máta, tengja auglýsendur við annað dagskrárefni en HM og rukka fyrir það fjárhæðir sem fara langt með að tæma vasa markaðsdeilda hjá minni og millistórum fyrirtækjum. Það er rétt hjá útvarpsstjóra þegar hann segir „mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu“. Óskandi væri að fyrirtækið endurspeglaði þessa skoðun útvarpsstjóra, því einkamiðlar blómstra seint þegar háttsemi RÚV leiðir til takmörkunar á samkeppni. Til að fjölbreytt fjölmiðlaflóra dafni í flóknu og síbreytilegu umhverfi fjölmiðlunar þurfa lög og reglur sem taka á fjölmiðlum, ríkisreknum og í einkaeigu, að vera í stöðugri endurskoðun. Því RÚV og sá fimmtungshlutur eða svo sem það á í tekjum fjölmiðla er ekki æðsti vandi fjölmiðlunar á Íslandi, heldur það regluverk og viðhorf til fjölmiðla sem tekur ekki mið af núverandi ástandi
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun