Lygileg saga íslensks vegabréfs í Moskvu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 17:00 Þessir Íslendingar voru á meðal á fimmta þúsund sem skelltu sér á leik Íslands gegn Argentínu í gær. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira