Ríkisstjórn Íslands hefur sent landsliðshópnum sem nú leggur lokahönd á undirbúninginn fyrir leik Íslands og Argentínu kveðju.
„Ég vil að þið vitið að þjóðin öll er ótrúlega stolt af ykkar góða árangri,“ segir í kveðjunni sem hefst á orðunum „Kæru knattspyrnukappar.“
„Sá hluti þjóðarinnar sem ekki er þegar mættur til Rússlands til að hvetja ykkur til dáða mun án efa sitja límdur fyrir framan sjónvarpsskjáinn og hvetja ykkur áfram af jafn miklum krafti að heiman,“ segir ennfremur í kveðjunni.
Undir kveðjuna skrifar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.
„Við erum öll með ykkur í anda. Áfram Ísland,“ segir að lokum.
Kveðja til Strákanna okkar: „Við erum öll með ykkur í anda“

Tengdar fréttir

Svona var stemningin: Íslendingar hituðu upp í geggjuðum garði í Moskvu
Tólfan mætti, Frikki Dór og Jón Jónsson og líklega hátt í fimm þúsund Íslendingar.

Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu
Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú,hú, segir Andri Þór Þrastarson.

Sjáðu gæsahúðarflutning Friðriks Dórs í bláu mannhafi í Moskvu
Í síðasta skipti hljómaði um Moskvuborg í morgun, stuttu fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi.