Óvíst hvort grói um heilt í Eyjum TG skrifar 16. júní 2018 08:00 Páll Magnússon Vísir/Anton Brink „Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36