Lögreglan varar við slóttugum PIN-þjófum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:09 Óprúttnir aðilar hafa stolið greiðslukortum af eldri konum og tekið peninga af reikningunum þeirra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum. Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa stolið greiðslukortum og komist yfir PIN-númer, en þrjú slík tilvik hafa verið tilkynnt til lögreglu. Brotaþolarnir eiga það sameiginlegt að vera fullorðnar konur „komnar á eftirlaunaaldur og rúmlega það,“ samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Í einu tilvikanna var greiðslukorti stolið úr bifreið eldri konu, sem hafði skömmu áður tekið út peninga í hraðbanka í Kópavogi. Lögreglan telur líklegt að þjófarnir hafi fylgst með konunni slá inn PIN-númerið sitt. Þeir gáfu sig síðan á tal við konuna þegar í bifreiðina var komið og þóttust vera að spyrja til vegar. Næst þegar konan ætlaði að nota greiðslukortið uppgötvaði hún að það var horfið og gerði þá strax ráðstafanir til að láta loka því. Í ljós kom að í millitíðinni höfðu peningar verið teknir út af reikningi hennar. Svipað atvik átti sér stað við hraðabanka í Reykjavík, en þar varð eldri kona fyrir barðinu á þjófunum. Náðu þeir að taka út peninga af reikningi viðkomandi. Einnig kom upp samskonar mál í verslun í Reykjavík þar sem þrjótarnir gáfu sig á tal við eldri konu, sem var að borga fyrir vörur við afgreiðslukassann. Þeir náðu að komast yfir PIN-númer konunnar og stálu greiðslukortinu hennar. Samkvæmt lögreglunni var eftirleikurinn þá auðveldur, en nokkrir tugir þúsunda voru teknir út af reikningi konunnar. Lögregla telur að um sömu þjófana sé að ræða í öllum tilfellum, en að sögn brotaþola voru þeir þjófarnir tveir á ferðinni, kona og karl og töluðu þau erlent tungumál. Lögreglan minnir fólk á að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum.
Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira