Stórstjörnur í ruglinu á fyrsta hring í New York Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. júní 2018 09:00 Tigerinn fer illa af stað á opna bandaríska meistaramótinu vísir/getty Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Shinnecock Hills vellinum í New York í gær. Óhætt er að segja að nokkrar af helstu stjörnum íþróttarinnar byrji mótið vægast sagt illa. Erfiðar aðstæður spiluðu væntanlega inn í en ótrúlegar tölur sáust á fyrsta degi. Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari. Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016. Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.The competitors made the most of the difficult playing conditions Thursday at Shinnecock Hills. Check out the top 9️⃣ shots from Round 1. #USOpen pic.twitter.com/jPS0KnluAa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2018 Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið í golfi hófst á Shinnecock Hills vellinum í New York í gær. Óhætt er að segja að nokkrar af helstu stjörnum íþróttarinnar byrji mótið vægast sagt illa. Erfiðar aðstæður spiluðu væntanlega inn í en ótrúlegar tölur sáust á fyrsta degi. Rory Mcllroy er á tíu höggum yfir pari eftir fyrsta hring og Jason Day átti ekki mikið betri dag; fór fyrsta hring á níu höggum yfir pari. Þeir Tiger Woods, Adam Scott og Jordan Spieth fóru hringinn allir á átta höggum yfir pari og Phil Mickelson er á sjö höggum yfir pari. Dustin Johnson er í forystu ásamt nokkrum öðrum eftir fyrsta hring en Dustin, Scott Piercy, Ian Poulter og Russell Henry eru jafnir í efsta sæti eftir að hafa farið fyrsta hringinn á einu höggi undir pari. Dustin er sá eini úr þessum hópi sem hefur unnið risamót því hann vann einmitt opna bandaríska árið 2016. Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending dagsins klukkan 15:30.The competitors made the most of the difficult playing conditions Thursday at Shinnecock Hills. Check out the top 9️⃣ shots from Round 1. #USOpen pic.twitter.com/jPS0KnluAa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2018
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira