Logi: FH-ingurinn bjóst ekki við því að fá víti Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 14. júní 2018 21:31 Logi hefur ekki haft mikið tilefni til fögnuðar undanfarið. vísir/ernir Þjálfari Víkings, Logi Ólafsson, var ekki sáttur í leikslok og sagðist engar afsakanir hafa fyrir frammistöðu síns liðs. Víkingar lágu 3-0 gegn FH í Kaplakrika í kvöld í Pepsi deild karla. „Við byrjuðum leikinn vel en svo hleypum við FH inn í leikinn. Það er bara stórhættulegt. Við bjóðum þeim upp á að spila sinn leik og það sem þeir eru bestir í án þess að veita þeim nógu mikla mótspyrnu. Það var það sem felldi okkur í dag,“ sagði Logi eftir leikinn. Víkingur fékk dæmda á sig vítaspyrnu snemma leiks sem Steven Lennon skoraði úr. Vítaspyrnan kom eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu þar sem brotið var á Davíð Þór Viðarssyni, fyrirliða FH. „Við teljum að þetta hafi ekki verið víti. Sá sem fékk vítið fyrir hönd FH hann bjóst ekki við að fá víti út á þetta heldur svo það segir sig sjálft að þetta hlýtur að vera mjög vafasamt. En það breytir því ekki að við eigum ekki að fá á okkur tvö mörk í viðbót.“ Lið Víkings gerði sér heldur enga greiða með arfarslökum sóknarleik þar sem lítið var að frétta. „Við náum ekki að búa okkur til færi. Við töpuðum fyrir góðu liði sem var betra heldur en við í dag. Ég get ekki, og ætla ekki að reyna að vera með einhverjar afsakanir þegar liðið tapar 3-0. Það er bara ekki hægt.“ Framundan er nokkuð langt hlé í Pepsi deildinni en Víkingur á næst leik 1. júlí. Logi sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að tapið sæti í strákunum allan þann tíma. „Við hittumst á morgun og förum yfir málin og setjum þetta aftur fyrir okkur. Nýtum þennan tíma sem við höfum í fríi til að koma sterkir til baka,“ sagði Logi Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 3-0│Jónatan frábær í öruggum sigri FH átti ekki í vandræðum með Víking í níundu umferð Pepsi deildar karla í Kaplakrika í kvöld þar sem Hafnfirðingar fóru með 3-0 sigur. Hinn ungi Jónatan Ingi Jónsson átti frábæran leik og setti tvö glæsileg mörk. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Þjálfari Víkings, Logi Ólafsson, var ekki sáttur í leikslok og sagðist engar afsakanir hafa fyrir frammistöðu síns liðs. Víkingar lágu 3-0 gegn FH í Kaplakrika í kvöld í Pepsi deild karla. „Við byrjuðum leikinn vel en svo hleypum við FH inn í leikinn. Það er bara stórhættulegt. Við bjóðum þeim upp á að spila sinn leik og það sem þeir eru bestir í án þess að veita þeim nógu mikla mótspyrnu. Það var það sem felldi okkur í dag,“ sagði Logi eftir leikinn. Víkingur fékk dæmda á sig vítaspyrnu snemma leiks sem Steven Lennon skoraði úr. Vítaspyrnan kom eftir klafs í teignum upp úr hornspyrnu þar sem brotið var á Davíð Þór Viðarssyni, fyrirliða FH. „Við teljum að þetta hafi ekki verið víti. Sá sem fékk vítið fyrir hönd FH hann bjóst ekki við að fá víti út á þetta heldur svo það segir sig sjálft að þetta hlýtur að vera mjög vafasamt. En það breytir því ekki að við eigum ekki að fá á okkur tvö mörk í viðbót.“ Lið Víkings gerði sér heldur enga greiða með arfarslökum sóknarleik þar sem lítið var að frétta. „Við náum ekki að búa okkur til færi. Við töpuðum fyrir góðu liði sem var betra heldur en við í dag. Ég get ekki, og ætla ekki að reyna að vera með einhverjar afsakanir þegar liðið tapar 3-0. Það er bara ekki hægt.“ Framundan er nokkuð langt hlé í Pepsi deildinni en Víkingur á næst leik 1. júlí. Logi sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að tapið sæti í strákunum allan þann tíma. „Við hittumst á morgun og förum yfir málin og setjum þetta aftur fyrir okkur. Nýtum þennan tíma sem við höfum í fríi til að koma sterkir til baka,“ sagði Logi Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 3-0│Jónatan frábær í öruggum sigri FH átti ekki í vandræðum með Víking í níundu umferð Pepsi deildar karla í Kaplakrika í kvöld þar sem Hafnfirðingar fóru með 3-0 sigur. Hinn ungi Jónatan Ingi Jónsson átti frábæran leik og setti tvö glæsileg mörk. 14. júní 2018 22:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Umfjöllun: FH - Víkingur 3-0│Jónatan frábær í öruggum sigri FH átti ekki í vandræðum með Víking í níundu umferð Pepsi deildar karla í Kaplakrika í kvöld þar sem Hafnfirðingar fóru með 3-0 sigur. Hinn ungi Jónatan Ingi Jónsson átti frábæran leik og setti tvö glæsileg mörk. 14. júní 2018 22:00