Strákarnir unnu sér inn fyrir frídeginum með erfiðri æfingu Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 08:00 Hér má sjá einn hjólahópinn sem Maggi Gylfa leiddi um stræti og strönd Kabardinka. vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög gott. Völlurinn er góður, hótelið fínt þannig það er ekki yfir neinu að klaga. Við erum í flottum aðstæðum hérna til að gera okkur klára í leikinn,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, um lífið í Gelendzikh þar sem að strákarnir okkar dvelja og æfa á meðan HM stendur.Sjá einnig:Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Hótellífið er ekkert fyrir alla og mikilvægt að finna sér eitthvað að gera en Ólafur og okkar menn eru duglegir að hafa eitthvað fyrir stafni og þeim leiðist ekkert. „Við reynum að halda lífi og fjöri í þessu inn á milli þegar að það koma einhverjir klukkutímar inn á milli. Við erum náttúrlega ekki búnir að vera svo lengi hérna. Menn eru bara spenntir og við erum svolítið bara að bíða eftir leiknum á laugardaginn. Það hefur ekki verið neitt vandamál að drepa tímann,“ segir Ólafur Ingi.Strákranir keyrðu púlsinn upp í fyrradag og fengu frídag á móti.vísri/vilhelmAðstæður leyfa betri bolta Árbæingurinn er ekkert mikið fyrir að sleikja sólina allan daginn. Það eru aðrir í landsliðinu sem elska að vera sólbrúnir og sætir og vinna hart í því. „Það er eins og sumir vilji alltaf blómum á sig bæta. Ég er nú ekki mikið fyrir það að vera á sundlaugabakkanum eins og sést þar sem ég er nú hvítari heldur en flestir hérna. En þetta er bara gott. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja. Sumum finnst gott að sleikja sólina en aðrir vilja frekar vera inni og spila,“ segir Ólafur Ingi. Miðjumaðurinn segir æfingarnar í Kabardinka þar sem að æfingavöllurinn er vera alveg frábæran sem skilar betri æfingum. Laugardalsvöllur var strákunum erfiður miðað við þessa flöt sem boðið er upp á. „Aðstæður hérna leyfa betri fótbolta. Völlurinn er svo geggjaður og það skilar meira tempó á æfingum. Boltinn gengur hraðar þannig að menn þurfa að hreyfa sig hraðar og taka ákvarðanir fyrr. Það er bara búið að vera mjög hollt fyrir okkur að vera á svona góðum grasvelli með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum. Hann er náttúrlega ekkert í líkingu við þetta enda veðrið allt öðruvísi,“ segir Ólafur Ingi.Ólafur Ingi Skúlason í viðtölum á æfingunni í fyrradag.vísir/vilhelmVöldu frídaginn sjálfir „Við erum búnir að skerpa vel á okkur. Við áttum góða æfingu í fyrradag og svo fengu menn frídag í gær og gátu hlaðið batteríin. Það verður svo tekið á því í dag, hlutirnir fínpússaðir á morgun og svo verðum við klárir á laugardaginn.“ Okkar menn fengu frídag í gær. Þeir þurftu ekki að æfa og nýttu margir hverjir tækifærið til að hjóla um Kabardinka og slaka á. Þetta var eitthvað sem strákarnir vildu og þeir unnu sér inn fyrir frídeginum. „Við fengum að velja þetta sjálfir. Við tókum í staðinn mjög góða en erfiða æfingu á þriðjudaginn. Við kusum það frekar að taka vel á því á þeirri æfingu og þrýsta upp púlsinum aðeins. Á móti fengum við frídag í gær. Það er bara gott að fá einn dag þar sem við gátum kúplað okkur út og hugsað um líkamann,“ segir Ólafur Ingi Skúlason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira