„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. júní 2018 21:30 Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. Fulltrúaráð ákvað á aukafundi sínum í gær að víkja Páli Magnússyni úr ráðinu. Formaður ráðsins segir að óskað hafi verið eftir stuðningi hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en hann hafi ekki fengist. „Og þegar fjölmiðlar inntu hann eftir því hvort hann styddi framboðið þá gat hann ekki svarað því og við teljum það brot á trausti og getum ekki stutt mann sem getur ekki lýst því yfir að styðja okkur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.Skjáskot/Stöð 2Sjá einnig: Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgðPáll segist hafa verið með heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga. Eftir að flokkurinn klofnaði út af deilum um hvort halda ætti prófkjör eða ekki, hafi verið ljóst að 30-40 prósent Sjálfstæðismanna myndu styðja klofningsframboðið, H-listann. „Ég leit á það sem skyldu mína sem oddviti að laða þetta fólk sem er í grundvallaratriðum Sjálfstæðismenn aftur til flokksins fyrir næstu kosningar og það taldi ég mig best gera með því að halda mig til hlés í þessari kosningabaráttu.“ Flokksmenn H-listans vildu halda prófkjör og það vildi Páll Magnússon líka. „Sökin á því að flokkurinn klofnaði sem síðan leiddi til þess að þessi öruggi meirhluti tapaðist liggur hjá þeim sem fóru með ferðina á því hvernig þessi listi var búinn til. Sú skoðun hefur legið fyrir frá því fyrir áramót.“Páll Magnússon segist hafa haft heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi í huga.Vísir/vilhelmÞessi stuðningur Páls við prófkjör hefur vakið upp gremju. „Það eru meiningar um að Páll hafi haft áhrif sem varð til þess að við fengum mótframboð,“ segir Jarl. Páll hafnar því algjörlega að hafa stutt H-listann og segir yfirlýsingu fulltrúaráðsins samda af vanstillingu, sem komi til vegna taps flokksins í kosningunum. „Þetta hefur skilið eftir sig örvæntingu og reiði að mínu viti, hjá þeim sem bera ábyrgð á því að svona fór og þeir eru að reyna að finna sökina í þessu hjá mér og kannski einhverjum öðrum. Síst hjá sjálfum sér þó, þar sem hún raunverulega liggur.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02