Trúnaðarbrestur og samskiptaleysi einkenndi störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2018 20:00 Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00
Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00
Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00