Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2018 15:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra gróðursetti tré í dag ásamt öðru starfsfólki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. vísir/magnús hlynur hreiðarsson Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins. Umhverfismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Svæðið þar sem var gróðursett hefur fengið nafnið Þorláksskógar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir áhersla sé á að draga úr losun í starfsemi ráðuneytisins, en kolefnisjöfnun með gróðursetningu sé síðan notuð til að vega upp á móti þeirri losun sem ekki sé unnt að fyrirbyggja. Aðallega sé um að ræða losun vegna samgangna og þá ekki síst millilandaflugs. Er átakið liður í svokölluðum Grænum skrefum í ríkisrekstri sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. „Forstöðumenn allra þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra undirrituðu fyrir skemmstu yfirlýsingu um að setja fyrir lok árs loftslagsmarkmið fyrir stofnanir sínar, þar sem meðal annars er gengið út frá því að starfsemi þeirra verði kolefnishlutlaus með öllu. Birkiplönturnar sem gróðursettar verða í dag verða settar niður á landgræðslu- og skógræktarsvæði nærri Þorlákshöfn en undanfarið hafa Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin unnið að skipulagi skógræktarverkefnis á þessu svæði, undir nafninu Þorláksskógar. Starfsmenn þessara stofnana munu leiðbeina starfsfólki ráðuneytisins um gróðursetninguna og sýna því rétt handtök. Fulltrúar úr fráfarandi og verðandi bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Ölfusi verða enn fremur á staðnum. Grænu skrefin í ríkisrekstri byggja á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins.
Umhverfismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira