Kveðja frá Rússlandi: Veislan sem aldrei átti að verða að byrja Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 15:00 23 íslenskir víkingar og fjöldin allur af starfsliði frá KSÍ fékk boðsmiða í partý ársins vísir/vilhelm Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira