Vinur Jesus lak byrjunarliðinu á Instagram Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. júní 2018 17:30 Brassarnir þykja sigurstranglegir á HM í Rússlandi vísir/getty Fréttir af uppstillingu í fyrsta leik á HM eru líkt og hernaðarleyndamál hjá mörgum þjóðum og passa þjálfarar gjarnan vel upp á að enginn utanaðkomandi fái að fylgjast með liðinu æfa taktískar færslur og annað í þeim dúr. Fjölmiðlamenn fá að fylgjast með í upphafi æfinga en þurfa svo frá að hverfa eftir ákveðinn tíma. Sami hátturinn var á hjá Brasilíumönnum sem undirbúa sig fyrir leik gegn Sviss næstkomandi sunnudag. Hins vegar ákvað Tite að leyfa einhverjum aðilum sem voru nátengdir leikmönnum að sitja lengur og fylgjast með æfingu liðsins í gær. Einn af þeim sem fékk að fylgjast með var félagi sóknarmannsins skæða, Gabriel Jesus, og hann ákvað að taka upp myndband af æfingunni sem hann setti svo inn á Instagram síðu sína. Hann var fljótur að eyða því út en ekki nógu fljótur því fjölmiðlar komust yfir klippuna. Samkvæmt því sem sást á myndbandinu mun Brasilía stilla liði sínu upp á eftirfarandi hátt; Alisson - Danilo, Thiago Silva, Miranda, Marcelo - Casemiro, Paulinho, Philippe Coutinho - Willian, Neymar, Gabriel Jesus. Það verður spennandi að sjá hvort þetta reynist rétt en leikur Brasilíu og Sviss hefst klukkan 18:00 sunnudaginn 17.júní. Journalists attended the first 15 minutes of Brazil's training session and then were asked to leave. Players' entourages were allowed to stay, though. And here comes the best part: one of Gabriel Jesus' pals posted an Instagram story and revealed Tite's XI for WC debut. Congrats!— Marcus Alves (@alves_marcus) June 13, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Fréttir af uppstillingu í fyrsta leik á HM eru líkt og hernaðarleyndamál hjá mörgum þjóðum og passa þjálfarar gjarnan vel upp á að enginn utanaðkomandi fái að fylgjast með liðinu æfa taktískar færslur og annað í þeim dúr. Fjölmiðlamenn fá að fylgjast með í upphafi æfinga en þurfa svo frá að hverfa eftir ákveðinn tíma. Sami hátturinn var á hjá Brasilíumönnum sem undirbúa sig fyrir leik gegn Sviss næstkomandi sunnudag. Hins vegar ákvað Tite að leyfa einhverjum aðilum sem voru nátengdir leikmönnum að sitja lengur og fylgjast með æfingu liðsins í gær. Einn af þeim sem fékk að fylgjast með var félagi sóknarmannsins skæða, Gabriel Jesus, og hann ákvað að taka upp myndband af æfingunni sem hann setti svo inn á Instagram síðu sína. Hann var fljótur að eyða því út en ekki nógu fljótur því fjölmiðlar komust yfir klippuna. Samkvæmt því sem sást á myndbandinu mun Brasilía stilla liði sínu upp á eftirfarandi hátt; Alisson - Danilo, Thiago Silva, Miranda, Marcelo - Casemiro, Paulinho, Philippe Coutinho - Willian, Neymar, Gabriel Jesus. Það verður spennandi að sjá hvort þetta reynist rétt en leikur Brasilíu og Sviss hefst klukkan 18:00 sunnudaginn 17.júní. Journalists attended the first 15 minutes of Brazil's training session and then were asked to leave. Players' entourages were allowed to stay, though. And here comes the best part: one of Gabriel Jesus' pals posted an Instagram story and revealed Tite's XI for WC debut. Congrats!— Marcus Alves (@alves_marcus) June 13, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira