Varar við kynlífi með útlendingum á HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:27 Þúsundir stuðningsmanna af öllum kynjum og kynþáttum flykkjast nú til Rússlands. Vísir/AP Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira