Íslensku strákarnir fara til Moskvu í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Nú þegar aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi eru landsmenn orðnir spenntir fyrir viðureigninni við Messi og félaga í argentínska landsliðinu. Strákarnir okkar eru öllu rólegri, til allrar hamingju, og fóru nokkrir saman í hjólatúr til þess að taka út rússneska menningu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00