„Þakka þér fyrir," segir Alfreð léttur er hann fékk hrósið fyrir svarið. Það lá því beint við að spyrja hann hvort hann sæi fyrir sér frama í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.
„Ég er ekki kominn svo langt. Ég held að það sé töluvert skemmtilegra að vera knattspyrnumaður en í pólitík. Ég er ekki með hugann við það."
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.