Kári Árnason spilar á HM og fer svo heim til Íslands til þess að spila í Pepsi-deildinni. Arnar Björnsson spurði hann að því hvort hann væri ekki spældur að hafa samið svona snemma við Víkinga því eitthvað gæti komið upp eftir HM.
„Það var fyrir fram ákveðið að ég færi heim í Víking. Ef einhver er tilbúinn að kaupa mig þá er það alltaf í stöðunni," segir Kári og hefur augljóslega ekki alveg lokað hurðinni að atvinnumennskunni. Það þarf þó líklega eitthvað afar freistandi að koma upp.
Kári hefur spilað frábærlega fyrir landsliðið í mörg ár og ef hann spilar jafn vel á HM þá er aldrei að vita hvað gerist.
Ef ekki þá eiga íslenskur fótboltaunnendur von á góðu því þeir fá að sjá Kára í Pepsi-deildinni.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
