Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Ísgöngin hafa notið vaxandi vinsælda á meðal ferðamanna á undanförnum árum Vísir Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00