Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Ísgöngin hafa notið vaxandi vinsælda á meðal ferðamanna á undanförnum árum Vísir Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess, framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund, í fyrra og var félagið metið á um 1.565 milljónir króna í lok ársins. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, bætti við eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári og átti í lok ársins 96 prósenta hlut sem var þá metinn á ríflega einn og hálfan milljarð, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Til samanburðar átti framtakssjóðurinn 88 prósenta hlut – að virði 885 milljónir króna – í lok árs 2016. Ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, eru stærsta einstaka eign framtakssjóðsins. Virði 55 prósenta eignarhlutar framtakssjóðsins í LAVA, eldfjallaog jarðfræðisýningu á Hvolsvelli, jókst jafnframt um 63 prósent í bókum sjóðsins í fyrra og var metið á 240 milljónir í lok ársins. Þá seldi sjóðurinn allan hlut sinn í félaginu IWE, sem rekur hvalasýningu á Grandanum, fyrir um 440 milljónir króna. Kaupandi var ST Holding, eignarhaldsfélag Special Tours, sem er í meirihlutaeigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, en sjóðurinn festi um leið kaup á þriðjungshlut í því félagi. Var sá hlutur metinn á 821 milljón króna í lok liðins árs. Auk þess keypti framtakssjóðurinn 20 prósenta hlut í Íslenskum heilsulindum, dótturfélagi Bláa lónsins, sem fjárfestir einkum í baðstöðum og er meðal annars einn af stærstu hluthöfum jarðbaðanna við Mývatn. Eignarhlutur sjóðs Landsbréfa í félaginu nam um 367 milljónum í lok síðasta árs. Alls hagnaðist framtakssjóðurinn um 368 milljónir króna í fyrra borið saman við 390 milljóna hagnað árið áður. Átti sjóðurinn eignir fyrir ríflega fjóra milljarða í lok árs 2017. Fjárfestingatímabili sjóðsins lýkur á þessu ári og er gert ráð fyrir að honum verði slitið árið 2022. Samtals voru innkallaðar 1.210 milljónir króna í fyrra en ódregin hlutafjárloforð voru um 850 milljónir í lok ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21. júní 2017 08:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur